Haukar á toppinum og ÍR á botninum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bernard Kristján Darkoh (Sævar Jónasson)

ÍR og Haukar mættust í Skógarseli í kvöld í þriðja leik fjórtándu umferðar Olís deildar karla.

Haukar voru með yfirburði í leiknum, framan af náði ÍR að halda í við þá og var jafnt á tölum um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það náðu Haukar góðum tökum á leiknum og jókst forskot Hauka línulega það sem eftir var leiks sem náði hæstu hæðum síðustu tíu mínúturnar þegar að Haukar leiddu með 10 mörkum á tímapunkti, leikurinn endaði þó með öruggum 8 marka sigri Hauka, lokatölur 31-39.

Baldur Fritz Bjarnason hjá ÍR var markahæstur í leiknum með 13 mörk, Bernard Kristján Owusu Darkoh hjá ÍR var með 6 mörk og hjá Haukum voru þeir Adam Haukur Baumruk og Össur Haraldsson með 6 mörk hvor.

Markvarðarpar ÍR, sem samanstendur af þeim Ólafi Rafni Gíslasyni og Alexander Ásgrímssyni, voru með samanlagt 13 varða bolta eða um 25% markvörslu. Þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Magnús Gunnar Karlsson sem mynda markvarðarpar Hauka, voru saman einnig með 13 varin skot eða um 29,5% markvörslu.

Með þessum sigri eru Haukar komnir með 22 stig og hafa á ný jafnað Val að stigum á toppi deildarinnar, en Valur fór unnu Þór fyrr í kvöld. ÍR situr sem fastast á botni deildarinnar með 5 stig, tveimur stigum á eftir Þór í ellefta sæti.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top