Hlaut að koma að því að hann ætti ekki stórkostlegan leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður KA í Olís-deild karla hefur verið nánast óstöðvandi allt tímabilið en það var undantekning í síðustu viku þegar KA mætti Haukum á Ásvöllum. Haukar unnu leikinn 42-38 en Bjarni Ófeigur skoraði einungis þrjú mörk í leiknum.

,,Það hlaut að koma að því að hann ætti ekki stórkostlegan leik,” sagði Ingvar Örn Ákason sem stýrði Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í fjarveru Harðar Magnússonar þegar farið var yfir frammistöðu Bjarna í tapinu gegn Haukum.

Rakel Dögg Bragadóttir gestur í Handboltahöllinni tók undir þau orð og sagði það kómískt að það væri fréttaefni þegar leikmaðurinn ætti ekki sinn besta dag.

KA fær Aftureldingu í heimsókn í mikilvægum leik fyrir bæði lið í 14.umferð Olís-deildarinnar í kvöld klukkan 19:00.

Hægt er að sjá umræðuna um Bjarna Ófeig og frammistöðu hans gegn Haukum hér að neðan. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top