Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður KA í Olís-deild karla hefur verið nánast óstöðvandi allt tímabilið en það var undantekning í síðustu viku þegar KA mætti Haukum á Ásvöllum. Haukar unnu leikinn 42-38 en Bjarni Ófeigur skoraði einungis þrjú mörk í leiknum. ,,Það hlaut að koma að því að hann ætti ekki stórkostlegan leik,” sagði Ingvar Örn Ákason sem stýrði Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í fjarveru Harðar Magnússonar þegar farið var yfir frammistöðu Bjarna í tapinu gegn Haukum. Rakel Dögg Bragadóttir gestur í Handboltahöllinni tók undir þau orð og sagði það kómískt að það væri fréttaefni þegar leikmaðurinn ætti ekki sinn besta dag. KA fær Aftureldingu í heimsókn í mikilvægum leik fyrir bæði lið í 14.umferð Olís-deildarinnar í kvöld klukkan 19:00. Hægt er að sjá umræðuna um Bjarna Ófeig og frammistöðu hans gegn Haukum hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.