Norðurlöndin: Donni öflugur í flottum sigri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í kvöld í Danmörku og Svíþjóð en í Danmörku átti Kristján Örn Kristjánsson eða Donni flottan leik fyrir Skanderborg þegar þeir unnu góðan heimasigur á Fredericia, 37-30.

Donni skoraði sex mörk úr níu skotum og bætti við tveimur stoðsendingum. Skanderborg situr í þriðja sæti deildarinnar en deildin er mjög jöfn fyrir utan meistarana í Álaborg sem hafa unnið alla sextán leikina sína.

Í Svíþjóð fóru fram þrír leikir í kvöld en Karlskrona unnu einnig góðan heimasigur, 30-24 gegn Skövde. Arnór Viðarsson var besti maður heimamanna en hann skoraði sjö mörk úr ellefu skotum og bætti við þremur stoðsendingum. Karlskrona er í sjöunda sæti deildarinnar en aðeins tvö stig upp í fjórða sætið.

Í hinum leikjum kvöldsins unnu Hammarby öflugan útisigur á Helsingborg, 33-35 og á sama tíma unnu Malmö góðan heimasigur á Ystad, 35-31.

Úrslit kvöldsins:

Skanderborg 37-30 Fredericia

Karlskrona 30-24 Skövde

OV Helsingborg 33-35 Hammarby

Malmö 35-31 Ystad

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top