Rosalega mikilvægt fyrir Fram að fá hann til baka
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom til baka í síðasta leik Fram í Olís-deildinni eftir að hafa glímt við meiðsli. Þorsteinn Gauti átti flotta innkomu í sannfærandi fjórtán marka sigri Fram gegn Þór á útivelli 34-20.

Þorsteinn Gauti og Fram verða í eldlínunni í kvöld þegar Selfoss kemur í heimsókn í Lambhagahöllina klukkan 18:30 í 14.umferð Olís-deildarinnar. Rætt var um endurkomu Þorsteins Gauta í Handboltahöllinni á mánudagskvöldið í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

,,Það er auðvitað rosalega mikilvægt fyrir Framarana að fá hann til baka. Þeir hafa verið í meiðsla vandræðum í haust og hann lendir í ótrúlegum meiðslum að nefbrotna eftir samstuð við samherja. Það er alltaf gott að fá inn leikmenn og hann er mjög mikilvægur fyrir þá, bæði varnar og sóknarlega. Það er gott að sjá hann aftur á parketinu,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir sem var gestur í Handboltahöllinni.

Fram er í 7.sæti deildarinnar með 12 stig eftir sigurinn gegn Þór en Selfoss er með níu stig fyrir leikinn í kvöld.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top