Stefán Magni Hjartarson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Afturelding fengu ÍR í heimsókn í Varmá í kvöld í 15.umferð Olís deildar karla. Hlutskipti liðanna í vetur var heldur ólíkt en Afturelding var í baráttu við topp deildinnar meðan ÍR-ingar sitja í neðasta sæti deildinnar. Það var þó ekki að sjá í kvöld þar sem ÍR-ingar mættu virkilega sterkir til leiks og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þeir náðu mest 6 marka forskoti í fyrri hálfeik þegar þeir leiddu 7-13. Þeir náðu þó ekki að halda þetta út hálfleikinn og Afturelding jafnaði metin fyrir hálfleik í 17-17. Í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til 7 mínútur voru til leiksloka og staðan var 29-29. Þá náðu Afturelding áhlaupi og komust þrem mörkum yfir í 32-29 og héldu þeir þessu þriggja marka forskoti til leiksloka og unnu að lokum 34-31 sigur. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í kvöld hjá Aftureldingu með 8 mörk en hjá ÍR voru það Bernard Kristján Owusu Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason sem voru markahæstur með 10 mörk hvor. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.