Sveinur Olafsson (Raggi Óla)
Sveinur Olafsson átti sinn besta leik í Aftureldingartreyjunni í síðustu viku er Afturelding vann KA í KA-heimilinu sannfærandi með sex mörkum 38-32. Sveinur gekk í raðir Aftureldingar fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið besti leikmaður færeysku deildarinnar tímabilið á undan. Rætt var um frammistöðu Sveins í Handkastinu fyrir helgi þar sem Stymmi klippari velti fyrir sér hvort takmarkaður spilatími Sveins á síðustu leiktíð hafi verið eitthvað master plan frá fyrrum þjálfara liðsins, Gunnari Magnússyni en Sveinur fékk varla að snerta harpix-ið hjá Aftureldingu á síðasta tímabili. ,,Hafið þið í Mosfellsbænum verið að geyma hann í eitt og hálft ár og hendið honum síðan inn núna? Er þetta eitthvað master plan sem Gunni Magg setti í gang? Hann spilaði svona sjö mínútur í fyrra,” sagði Stymmi og beindi spurningunni að Ásgeiri Jónssyni formanni Aftureldingar. ,,Nei alls ekki. Það sjá það allir að þetta var ekki sanngjörn meðferð sem hann fékk í fyrra. Í vetur hefur hann verið að koma betur inn í þetta og síðan nefbrotnar hann. Hann missir af nokkrum leikjum og er að komast aftur í stand.” ,,Ég veit ekki hvað hafi truflað Gunna Magg. í fyrra. Ég tek nú stundum sjálfur lyftingaræfingar niðrí Varmá og þar er Sveinur af og til. Ég fullyrði að þetta er einn hraustasti leikmaður deildarinnar. Það er bolti í þessum strák þó svo að hann líti stundum út fyrir að vera klaufskur. Hann hefur fengið alltof fá tækifæri til að sýna sig en það er enginn að segja mér miðað við spilaðar mínútur í fyrra að hann sé undir 100 á listanum yfir getustig leikmanna í Olís-deildinni. Þetta var ekki sanngjörn meðferðin sem hann fékk í fyrra.” Afturelding fær ÍR í heimsókn í Myntkaup-höllina í lokaumferð Olís-deildarinnar fyrir áramót í kvöld klukkan 19:15. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 15% afslátt af öllum boozt á Hressbarnum og 15% afslátt af öllum staðgreiddum kortum út desember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.