Óvíst hvort leikur KA og HK verði sýndur í kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Morten Boe Linder (Skapti Hallgrímsson /Akureyri.net)

Síðasta umferðin í Olís deild karla klárast í kvöld með fimm leikjum. Leikið er á fimm mismunandi leiktímum svo allir ættu að geta séð eitthvað frá leikjum kvöldsins í  Handboltapassanum.

Það gæti þó orðið undantekning með einn leik því óvíst er hvort leikur KA og HK verði sýndur á Handboltapassanum í kvöld.

Samkvæmt fregnum að norðan fór ljósleiðari við KA-heimilið í sundur en unnið er að viðgerðum þessa stundina en óvíst er hvort allt verði komið í lag fyrir tækatíð en leikur KA og HK hefst klukkan 19:00 í kvöld.

Er þetta í annað sinn á stuttum tíma þar sem ljósleiðari fer í sundur við íþróttahús hér á landi því ljósleiðarinn fór í sundur við Íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ á dögunum. Á þeim degi mættust síðan Afturelding og HK í Olís-deild karla þar sem engar upptökur voru til af þeim leik sökum bilunar.

Fyrsti leikur kvöldsins hefst klukkan 18:30 þegar Selfoss og Valur mætast. Fimmtán mínútum síðar hefst leikur FH og Stjörnunnar í Kaplakrika og loks klukkan 19:00 hefst leikur KA og HK í KA-heimilinu.

Veislan heldur áfram klukkan 19:15 þegar Afturelding og ÍR mætast og að lokum mætast Haukar og Fram á Ásvöllum klukkan 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top