Haraldur Björn Hjörleifsson (Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Haraldur Björn Hjörleifsson sneri aftur á handboltavöllinn í gærkvöldi ári eftir að hafa slitið krossband á síðustu leiktíð er hann lék á láni hjá Fjölni frá Aftureldingu. Haraldur Björn hafði komið mörgum skemmtilegum á óvart með frábærri frammistöðu með Fjölni í fyrra áður en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í leik Fjölnis gegn KA um miðjan desember á síðustu leiktíð. Hann sneri hinsvegar aftur á völlinn í gær er hann kom inná í sigri Aftureldingar gegn ÍR í 15.umferð Olís-deildarinnar í gærkvöldi. Afturelding verður aftur í eldlínunni næstkomandi föstudagskvöld er liðið fær FH í heimsókn í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins en Afturelding fer í jólafrí í 2.sæti Olís-deildarinnar stigi á eftir Val sem er á toppi deildairnnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.