Íslandsvinurinn birtir sinn lista yfir 10 bestu leikmenn heims
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bent Nyegaard (

Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, einn helsti handboltasérfræðingur Danmerkur, valdi íslensku landsliðsmennina Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon á lista sinn yfir 10 bestu leikmenn heims. 

Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku fékk Nyegaard til að velja 10 bestu leikmenn heims um þessar mundir en hann hefur í langan tíma verið einn helsti handboltasérfræðingur Danmerkur á landsleikjum karla og kvenna sem og í deildarkeppnum karla og kvenna.

Bent Nyegaard þjálfaði á sínum tíma ÍR og Fram á Íslandi en hann þjálfaði einnig Odense, GOG, Ribe-Esbjerg og Holstebro í Danmörku áður en hann snéri sér að störfum í fjölmiðlum.

Hér að neðan má sjá listann hans í heild sinni.

1. sæti: Mathias Gidsel - Füchse Berlin
2. sæti: Emil Nielsen - Barcelona
3. sæti: Gísli Þorgeir Kristjánsson - Magdeburg
4. sæti: Magnus Saugstrup - Magdeburg
5. sæti: Felix Claar - Magdeburg
6. sæti: Ludovic Fabregas - Barcelona
7. sæti: Simon Pytlick - Flensburg
8. sæti: Sergey Hernández - Magdeburg
9. sæti: Dika Mem - Barcelona
10. sæti: Ómar Ingi Magnússon - Magdeburg

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top