HK vann ÍR á heimavelli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Leó var flottur í kvöld (Sævar Jónasson)

HK vann sigur úr býtum gegn ÍR í kvöld með naumindum, 30-28. Fyrir leik voru þetta tvö neðstu lið deildarinnar en HK voru með tvö stig á meðan ÍR voru með eitt stig, alvöru fjögurra stiga fallslagur af bestu gerð.

HK voru öflugri í byrjun og sérstaklega varnarlega en þeim gekk nokkuð vel að halda aftur af ÍR-ingum sem eru vanir að skora mikið. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir heimamenn.

ÍR-ingar voru þó fljótir að jafna í byrjun síðari hálfleiks og eftir það skiptust liðin reglulega á því að leiða en þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir náðu HK fimm marka forystu og það var of mikið bil fyrir ÍR að ná niður og á endanum náðu heimamenn að vinna leikinn með tveimur mörkum, 30-28.

Róbert Örn Karlsson átti frábæran leik í marki HK en hann varði 45,9% skotanna sem hann fékk á sig í kvöld en annars var Leó Snær Pétursson markahæstur með sjö mörk úr þrettán skotum. Hjá ÍR var Ólafur Rafn Gíslason einnig flottur í markinu en hann varði 40% af skotunum sem hann fékk á sig en besti útispilarinn í ÍR liðinu var hinn ungi og feykilega efnilegi Jökull Blöndal Björnsson en hann skoraði tíu mörk úr fjórtan skotum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top