Stræóskýlið ValurValur ((Baldur Þorgilsson)
Í kvöld mættust Valur 2 og ÍH í Grill 66 deild karla en leikið var í Krikanum. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hresser staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. ÍH-ingar byrjuðu betur en Valsmenn komust svo fljótt yfir. Svona hélt þetta áfram. Síðustu 7-8 mínúturnar í fyrri hálfleik voru svo hnífjafnar og var staðan 15-15 í hálfleik þegar gengið var til búningsherbergja.
Í seinni hálfleik tóku Valsmenn strax völdin og voru í bílstjórasætinu allan hálfleikinn. Náðu þeir mest 8 marka forskoti á köflum. Sigldu þeir þessum sigri örugglega heim. Var sigurinn í raun aldrei í hættu miðað við þennan frábæra seinni hálfleik hjá Valsmönnum.
Hjá Val 2 var Dagur Leó Fannarsson frábær með 9 mörk. Jens Sigurðarson varði 18 skot.
Hjá ÍH var Bjarki Jóhannsson markahæstur með 8 mörk. Kristján Rafn Oddsson og Birkir Bragason vörðu samtals 11 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.