Einar Sindra stefnir á endurkomu í næsta leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Örn Sindrason (J.L.Long)

Einar Örn Sindrason leikmaður FH hefur ekkert leikið með liðinu í undanförnum leikjum og var hann til að mynda ekki með liðinu í sigri FH á Haukum í 8.umferð Olís-deildar karla.

Þá ferðaðist hann ekki með FH til Tyrklands er liðið féll úr leik í Evrópubikarnum í 64-liða úrslitum keppninnar gegn Bursa Nilufer.

Í samtali við Handkastið vonast Einar til að vera klár á nýjan leik eftir landsleikjapásuna sem nú er í gangi en FH mætir Aftureldingu í 9.umferð Olís-deildar karla fimmtudagskvöldið 6. nóvember.

Einar Örn hefur verið að glíma við meiðsli í nára og hefur þar af leiðandi ekki getað spilað með liðinu síðustu vikur.

FH er með níu stig að loknum átta umferðum í Olís-deildinni og er komið áfram í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top