Grótta (Eyjólfur Garðarsson)
Fram 2 fékk Gróttu í heimsókn í dag í Úlfarsárdalinn í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Allan fyrri hálfleikinn voru drengirnir í Fram 2 bara betri og sterkari aðilinn í leiknum. Sem kom mörgum án efa á óvart. Eftir korters leik var staðan t.d 11-7 og mest fór munurinn í 7 mörk. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 18-11. Svo sannarlega óvæntar hálfleikstölur.
Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins náðu Framarar að halda í þetta góða forskot en þegar 10 mínútur lifðu leiks fóru Grótta að saxa verulega á forskotið. Og var lokakafli leiksins verulega spennandi. Var þetta mikið þolinmæðisverk hjá Gróttu mönnum og náðu þeir að merja nauman sigur 33-34. Var það línumaðurinn Hannes Grimm sem tryggði þeim sigurinn. Lukkudísirnar greinilega með Gróttu í liði í dag.
Gríðarlega mikilvæg 2 stig hjá Gróttu í baráttunni við Víking um 1. sætið.
Max Emil Stenlund skoraði 10 mörk hjá Fram 2 og Garpur Druzin Gylfason varði 14 skot.
Hjá Gróttu var það Antoine Óskar Pantano sem skoraði 9 mörk og þeir Hannes Pétur Hauksson og Þórður Magnús vörðu samtals 13 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.