Bakhliðin: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir verður í eldlínunni í dag þegar Valur mætir Blomberg Lippe í Evrópukeppninni. Hún er í stóru hlutverki hjá Val og yngri landsliðum Íslands.

Ásthildur Jóna sýnir á sér bakhliðina í dag.

Fullt nafn: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir

Gælunafn: Ásta, einstaka sinnum Astrid

Aldur: 19

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í janúar 2023

Uppáhalds drykkur: Blár collab

Uppáhalds matsölustaður: Saffran

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake og birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Handkastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Það er tiktok

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Ari Freyr Skúlason

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Bæta alla umgjörð í kringum yngri landsliðin

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: Svona 4 tíma

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Hæ er styrkurinn á sunnudaginn á einhverjum ákveðnum tíma eða bara sjálfar?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍBV, ekki séns að ég nenni svona oft í herjólf

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mercedes Castellanos Soanez var rugluð í markinu

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gústi Jó

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: uff veit ekki

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Camilla Herrem 

Helsta afrek á ferlinum: Að vinna Evrópubikarinn var sturlað

Mestu vonbrigðin: Örugglega að vinna ekki bikarinn í fyrra

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Finnst bara hópurinn flottur eins og er, væri samt ekkert verra að fá Elínu Rósu aftur

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Laufey Helga og Gunnar Róbertsson

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Stine Oftedal eða Gidsel

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Sleppa miðju, langar í fleiri hraðaupphlaup

Þín skoðun á 7 á 6: Leiðinlegt bæði að spila og horfa á

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Man hvað fyrsta æfingin var ógeðslega skemmtileg, hætti í fimleikum daginn eftir

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Er í adidas novaflight en er að fara beint aftur í puma

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ásrúnu til að veiða í matinn og redda okkur heim, Söru Lind einfaldlega uppá stemninguna og svo Lilju því hún gæti sungið fyrir okkur 

Hvaða lag kemur þér í gírinn: Stíg á kreik

Rútína á leikdegi: Ekkert spes, en tek því bara rólega, fer í göngutúr og borða oftast kanil og rúsínu beyglu með banana

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Gugga væri fullkomin í þetta

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Á nokkra titla í strandhandbolta í Finnlandi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kom mer á óvart hvað Elísa er mikið krútt, viðurkenni að ég var pínu hrædd við hana áður en hún kom í Val

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi biðja um mynd með Ronaldo

Eldri bakhliðar:

Bakhliðin: Arna Karitas Eiríksdóttir

Bakhliðin: Ágúst Guðmundsson

Bakhliðin: Elísa Elíasdóttir

Bakhliðin: Matthildur Lilja Jónsdóttir

Bakhliðin: Jökull Blöndal Björnsson

Bakhliðin: Andri Erlingsson

Bakhliðin: Skarphéðinn Ívar Einarsson

Bakhliðin: Sigurður Dan Óskarsson

Bakhliðin: Breki Hrafn Árnason 

Bakhliðin: Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir

Bakhliðin: Össur Haraldsson

Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson

Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason

Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson

Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason

Bakhliðin: Blær Hinriksson

Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Bakhliðin: Reynir Þór Stefánsson

Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top