Eyjamenn misstu hausinn – Sjáðu ótrúleg mistök Eyjamanna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigtryggur Daði Rúnarsson (Eyjólfur Garðarsson)

ÍBV tapaði sínum öðrum heimaleik í vetur í síðustu umferð þegar Íslands- og bikarmeistarar Fram mættu í heimsókn. Eyjamenn geta sjálfum sér um kennt en í stöðunni 12-12 í fyrri hálfleik kom hræðilegur kafli liðsins þar sem Framar nýttu sér til hin ítrasta og fóru fimm mörkum yfir í hálfleik 12-17.

Hörður Magnússon, Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir rýndu í þennan slæma kafla Eyjamanna í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldið. Leikurinn endaði með sex marka sigri Framara 28-34.

,,Eyjamenn voru sjálfum sér verstir í þessum leik. Það kemur kafli í stöðunni 12-12 og sjö minútur eftir af fyrri hálfleik. Þá skora Framarar fimm mörk í röð enn á sama tíma eru Eyjamenn gjörsamlega að missa hausinn trekk í trekk með ótrúlegum mistökum," sagði Hörður Magnússon meðal annars.

Eyjamenn fá tækifæri til að snúa genginu við í dag þegar liðið mætir funheitum Völsurum í N1-höllinni að Hlíðarenda í lokaleik 11.umferðarinnar klukkan 16:30 í dag.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 33
Scroll to Top