Dánjal Ragnarsson (Sævar Jónasson)
Færeyingurinn, Dánjal Ragnarsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli undanfarnar vikur er Fram fékk svissneska liðið, HC Kriens í heimsókn í 4.umferð Evrópudeildarinnar á þriðjudagskvöldið. Dánjal lét til sín taka í leiknum og skoraði alls fimm mörk í fjögurra marka tapi liðsins, 31-35. Dánjal varð fyrir því óláni að togna á nára í bikarleik Fram gegn Grill66-deildarliði Víkings í byrjun október en Fram unnu leikinn í framlengingu. Nú virðist Færeyingurinn, hinsvegar vera búinn að ná sér af þeim meiðslum og ætti því að geta spilað með Fram í kvöld á heimavelli gegn Stjörnunni í 11.umferð Olís-deildar karla. Fram fer síðan til Portúgals og leikur þar gegn Porto í 5.umferð Evrópudeildarinnar næstkomandi þriðjudag.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.