Daði Jónsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Daði Jónsson fyrirliði KA og Andri Snær Stefánsson voru að vonum himinlifandi í gærkvöldi eftir sigur liðsins gegn Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í 11.umferð Olís-deildar karla. KA hafði betur 32-28 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 13-12. KA birti viðtal við þá félaga á samfélagsmiðlum sínum sem hægt er að sjá hér að neðan. Þar tala þeir báðir um orkuna og stemninguna í húsinu en troðfullt var í KA-heimilinu á leiknum í gær og var þéttsetið í húsinu rúmlega klukkutíma fyrir leik. Var þetta fyrsti Akureyrarslagurinn í fjögur ár og var mikil eftirvænting fyrir leiknum. KA situr í 3.sæti deildarinnar með 14 stig en til að setja gengi liðsins í samhengi þá 15 stig allt síðasta tímabil þegar liðið endaði í 9.sæti deildarinnar. Í kjölfarið voru gerðar þjálfarabreytingar á liðinu sem hefur heldur betur skilað sér.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.