Norðurlöndin: Jafntefli í Íslendingaslag í Danmörku
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Í dönsku úrvalsdeildinni mættust tvö Íslendingalið á meðan fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Skanderborg tóku á móti TTH Holstebro í kvöld en eftir hörku leik endaði leikurinn með jafntefli, 32-32 þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin. Kristján Örn Kristjánsson var flottur í liði heimamanna en hann skoraði sjö mörk úr tíu skotum og gaf þrjár stoðsendingar en í liði gestanna skoraði Jóhannes Berg Andrason eitt mark úr einu skoti.

Í Svíþjóð áttu fjögur Íslendingalið leik en Birgir Steinn Jónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum og gaf eina stoðsendingu þegar Sävehof unnu góðan útisigur á Alingsås, 26-29.

Karlskrona fengu skell þegar þeir mættu Skövde á útivelli, 37-28 en Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.

Arnar Birkir Hálfdánsson og liðsfélagar hans í Amo fengu einnig skell í höfuðborginni Stokkhólmi þegar þeir mættu Hammarby, lokatölur 33-26 fyrir heimamenn. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk úr sex skotum en var öflugur að finna liðsfélagana og gaf sex stoðsendingar.

Að lokum unnu Kristianstad þægilegan heimasigur á Önnereds, 38-26. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum og gaf tvær stoðsendingar fyrir heimamenn.

Úrslit kvöldsins:

Skanderborg 32-32 TTH Holstebro

Alingsås 26-29 Sävehof

Skövde 37-28 Karlskrona

Hammarby 33-26 Amo

Kristianstad 38-26 Önnereds

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top