Reynir Þór Stefánsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Reynir Þór Stefánsson mun leika sinn fyrsta leik á morgun með MT Melsungen. Reynir gekk til liðs við þá í sumar en hefur verið að glíma við hjartavandamál sem hafa haldið honum frá parketinu. ,,Ég hlakka til að spila minn fyrsta leik og spila fyrir framan Mt Melsungen aðdáendur í fyrsta skipti. Markmið mitt er að hjálpa liðinu eins mikið og hægt er,, sagði Reynir Þór við stuðningsmannasíðu Melsungen. Melsungen mætir Karlskrona á morgun í Evrópudeildinni en Melsungen sitja á toppi riðilsins með fullt hús stiga og Karlskrona er á botninum með núll stig.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.