Gunnar Róbertsson (Sævar Jónasson)
Valur tók á móti Stjörnunni í Hlíðarenda í kvöld. Fyrir leik var Valur í öðru sæti deildarinnar með 16 stig og Stjarnan í sjöunda sæti með 10 stig. Bæði lið fóru inní leikinn með sigur að baki úr síðustu umferð, Valur með heimasigur gegn ÍBV og Stjarnan með sigur gegn íslands- og bikarmeisturum Fram. Staðan var jöfn þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum, eftir það náði Valur tökum á leiknum og voru með fjögurra marka forskot þegar liðin skyldu að í hálfleik. Valur missti ekki tökin á leiknum í síðari hálfleik og sigldi 2 stigum í hús með sjö marka sigri, lokatölur 31-24. Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í marki hjá Val með 17 varða bolta eða 42,5% markvörslu og skoraði sömuleiðis fjögur mörk. Hinum megin varði Adam Thorstensen 13 bolta eða 33,3% markvörslu. Þorgils Jón Svölu Baldursson var markahæstur í leiknum með 7 mörk og var sömuleiðis með 100% skotnýtingu. Eftir leikinn hefur Valur jafnað Hauka að stigum á toppi deildarinnar, bæði með 18 stig. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.