KAKA (Egill Bjarni Friðjónsson)
Handkastið fór yfir spánna sína fyrir tímabílið í síðasta þætti sínum nú þegar tímabilið í deildinni er hálfnað og bar saman stöðu liðanna í dag og hvernig álitsgjafar Handkastsins héldu að tímabilið myndi fara. KA var spáð 10.sæti fyrir tímabilið og raunin í dag er allt önnur þar sem þeir sitja í 4. sæti deildarinnar og var Ásgeir Gunnarsson á því að það væri mikið til einum manni að þakka. ,,Það er náttúrulega bara Bjarni Ófeigur, ég held það hafi enginn spáð því að hann yrði jafn góður og mikilvægur og hann er búinn að vera fyrir þetta KA lið. Þetta er breyta sem enginn sá fyrir og KA eru á frábærum stað." Ásgeir vill þó sjá aðeins meira frá þeim í næstu leikjum og væri ekki andvígur því að sjá þá styrkja leikmannahópinn ef þeir ætli sér meiri hluti í deildinni og var nafn Ágústs Elí nefnt í þvi samhengi. KA er einnig það lið í deildinni sem fær flesta áhorfendur til sín í deildinni og hrósaði Styrmir þeim mikið fyrir þá stemmningu og umgjörð sem verið er að gera fyrir norðan. "Þetta er svipað og Besta Deildin í fótbolta þarf KR þá þurfum við KA í toppbaráttu, það verður allt skemmtilegra í kringum þetta með þá þarna uppi."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.