Líklega slakasti leikur Fram í langan tíma
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur Fannar Möller ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld er þeir mæta Porto í Portúgal í 5.umferð Evrópudeildarinnar. Framarar eru enn án stiga í sínum riðli en eiga tvo leiki eftir í riðlinum til að sækja sín fyrstu stig.

Það er hinsvegar stórt og mikið verkefni framundan hjá bæði leikmönnum og þjálfurum Fram að hrista af sér erfitt tap liðsins á heimavelli gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

,,Framarar voru eiginlega hauslausir,” sagði Hörður Magnússon í Handboltahöllinni í gærkvöldi er hann hóf umræðuna um Íslands- og bikarmeistara Fram í tapinu gegn Stjörnunni á heimavelli í 11.umferð Olís-deildar karla. Stjarnan vann leikinn 24-33 eftir að hafa komist mest þrettán mörkum yfir í seinni hálfleik.

,,Á sama tíma og maður hrósar Stjörnunni fyrir besta leik tímabilsins þá er þetta líklega slakasti leikur sem Fram  hefur sýnt í langan tíma. Það var að reyna átta mig á því hvað gerðist þarna. Það er eins og þeir hafi mætt kærulausir í þennan leik, ákveðið vanmat. Það er auðvitað hægt að skýla sig á bakvið Evrópuálag en þeir voru að spila heimaleik í Evrópudeildinni á þriðjudeginum fyrir leikinn. Þeim hefur gengið ágætlega í leikjunum á milli Evrópuleikja. Hausinn var í rauninni ekki til staðar hjá þeim í þessum leik,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir gestur í Handboltahöllinni í gær sem benti á marga tapaða bolta Framara í leiknum. Þá bætti hún við að henni fannst Framliðið andlaust.

,,Það versta var að það var enginn andi í liðinu. Það voru engar tilfinningar, það skipti ekki máli hvort þeir hafi verið að skora eða gera mistök.”

Leikur Porto og Fram fer fram klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur í beinni á Livey.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top