Andri Erlingsson (IHF)
HK tóku á móti ÍBV á föstudagskvöldið í Kórnum þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi 28-34. Andri Erlingsson leikmaður ÍBV fór á kostum í leiknum og skoraði 12 mörk og gaf 4 stoðsendingar í leiknum. Hann virtist þó gera meira en það en Handkastið fékk sent myndband af því þegar Andri virðist fella liðsfélaga sinn í unglingalandsliðinu, Ágúst Guðmundsson leikmann HK viljandi. Dómari leiksins sá atvikið og gaf Andra tvær mínútur. Sumir hefðu viljað sjá Þorvar Bjarma Harðarson dómara leiksins hinsvegar refsa Andra með rauðu spjaldi. Nú verður athyglisvert að sjá hvort málskotsnefnd HSÍ vísi þessu atviki til aganefndar fyrir tilsettan tíma eða hvort þeir láti þetta atvik framhjá sér fara og þar með samþykki að svona atvik verði eitthvað sem við megum gera ráð fyrir að sjá reglulega í deildarkeppnum hér á Íslandi. Atvikið má sjá hér að neðan: Theodór Ingi Óskarsson leikmaður Fylkis í fótbolta kallaði eftir því að aganefnd myndi taka brotið fyrir á samfélagsmiðlinum X í gær Aganefnd hallo hsi? Á þetta bara mega?
Sorglegt að horfa uppá svona rugl. pic.twitter.com/zSvmdWiYsW

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.