Stefnir á að ná að spila aftur fyrir áramót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Hólm Kristjánsson Þór (Egill Bjarni Friðjónsson)

Aron Hólm Kristjánsson leikmaður Þórs hefur ekkert leikið með liðinu í síðustu fjórum leikjum liðsins í Olís-deild karla. Hann lék síðast með liðinu í síðasta sigri liðsins gegn Selfossi 8.umferðinni en liðið leikur í dag gegn Fram í lokaleik 13.umferðarinnar.

Í millitíðinni hefur liðið gert jafntefli gegn Aftureldingu en tapað gegn Haukum, KA og ÍR en liðið situr í 11.sæti deildarinnar með sjö stig.

,,Ég hef verið að glíma við leiðinleg bakmeiðsli undanfarnar vikur sem tekur sinn tíma. Ég er hinsvegar allur að koma til og er jafnt og þétt að ná að æfa meira og meira með liðinu,” sagði Aron Hólm í samtali við Handkastið.

Þórsarar eiga leikinn í dag auk tveggja leikja eftir fyrir áramót gegn Val og síðan ÍBV, 14.desember. Aron útilokar ekki að spila með liðinu fyrir áramót.

,,Það gæti vel verið að ég nái leik eða leikjum fyrir áramót. En það er erfitt að segja til um það á þessari stundu, þetta snýst allt um það hvernig líkaminn bregst við auknu álagi,” sagði Þórsarinn, Aron Hólm að lokum í samtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top