Fjölnir með heimasigur á móti Val 2
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Victor Máni Matthíasson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)

Í kvöld mættust Fjölnir og Valur 2 í Egilshöll í Grill 66 deild karla.

Fjölnir mættu mun ákveðnari til leiks og komust m.a 11-5 yfir. Þeir héldu síðan áfram á bensíngjöfinni og fóru inn til búningsherbergja með 17-10 forskot. Frábær fyrri hálfleikur hjá heimamönnum í Fjölni.

Eftir korter í seinni hálfleik var staðan orðin 26-20 fyrir Fjölni. Valsarar náðu mest að minnka muninn niður í 4 mörk en nær komust þeir einfaldlega ekki. Lokatölur 33-29 fyrir Fjölni.

Sannfærandi sigur hjá Fjölni og í raun aldrei í hættu. Annar sigurinn í röð hjá þeim og þeir halda áfram að safna stigum í sarpinn. Tímabilið hjá þeim hefur verið brokkgengt en þeir þurfa að saman saman vopnum sínum og fá menn úr meiðslum og þá gætu þeir valdið einhverjum usla í umspilinu.

Hjá Fjölni var Aðalsteinn Aðalsteinsson markahæstur með 11 mörk og Bergur Bjartmars varði 11 skot.

Hjá Val 2 var Daníel Montoro markahæstur með 8 mörk og Jens Sigurðarson klukkaði 10 bolta.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top