Fram með risa sigur á Ásvöllum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Adam Haukur Baumruk (Eyjólfur Garðarsson)

Haukar tóku á móti Fram í 15.umferð Olís deildarinnar á Ásvöllum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar efstir í deildinni á meðan Fram var í sjöunda sæti.

Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins en það voru þó gestirnir sem fóru betur af stað og náðu undirtökunum nokkuð fljótt. Haukar komust ekki aftur yfir í leiknum fyrr en eftir átján mínútur en leikurinn var áfram í járnum út hálfleiknum en gestirnir leiddu í hálfleik, 12-13.

Haukar komu grimmir út í síðari hálfleikinn og náðu þriggja marka forystu eftir níu mínútna leik og héldu margir þá að heimamenn myndu slíta sig frá gestunum og klára leikinn en Fram voru ekki á þeim buxunum, þeir héngu í við heimamenn og þegar minna en tíu mínútur voru eftir náðu þeir að komast aftur yfir. Þá hægðist á markaskorun liðanna og bæði lið áttu erfitt með að skora og mikið um tæknifeila.

Það var svo á endanum gestirnir sem reyndust sterkari undir lokin en Haukar töpuðu boltanum í seinustu sókn sinni þegar þeir gátu jafnað en Fram sótti síðan vítakast undir lokin þegar Haukar voru að reyna að stela boltanum. Theodór Sigurðsson innsiglaði sigur Fram með marki úr víti, lokatölur 25-27.

Markahæstir í liði Hauka voru þeir Freyr Aronsson, Adam Haukur Baumruk og Ólafur Ægir Ólafsson en þeir skoruðu allir fjögur mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði tólf skot eða 31% markvarsla. Hjá gestunum var Dagur Fannar Möller öflugur með sjö mörk úr átta skotum en Max Emil Stenlund kom næstur með fjögur mörk úr ellefu skotum. Arnór Máni Daðason var flottur í markinu með átta varin skot eða 33% á meðan Breki Hrafn Árnason var með tvö varin eða 18% markvörslu.

Mikilvægur sigur Framara sem sitja áfram í sjöunda sætinu en eru þó aðeins þremur stigum frá því fjórða. Haukar duttu niður í þriðja sæti deildarinnar eftir úrslit annars staðar, vont tap hjá heimamönnum í kvöld.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top