FH með sigur á Stjörnunni í hörkuleik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jón Bjarni Ólafsson (Sævar Jónasson)

FH vann ákveðinn endurkomusigur á Stjörnumönnum í kvöld en þeir tóku á móti Garðbæingunum í 15.umferð Olís deildarinnar.

Gestirnir byrjuðu vel í kvöld og leiddu allan fyrri hálfleikinn, FH náði að jafna metin snemma leiksins en þá gáfu Stjörnumenn í og voru á tímabili fjórum mörkum yfir áður en heimamenn náðu að laga stöðuna fyrir hlé. Staðan í hálfleik, 15-17 fyrir Stjörnunni.

Svipað og í byrjun leiks þá komu gestirnir vel stemmdir út í síðari hálfleikinn og náðu fimm marka forystu eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleiknum en eftir það fóru heimamenn að saxa á forskotið.

Eftir sextán mínútur tókst þeim loksins að jafna metin í 25-25 og á fertugustu og áttundu mínútu komust þeir loksins yfir í fyrsta sinn í leiknum. Gestirnir héldu þó áfram og liðin skiptust á að skora allt þar til FH komst tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir voru sjálfum sér verstir í lokin og einfaldlega náðu ekki að jafna metin aftur og FH náði að klára leikinn að lokum og innbyrtu góðan tveggja marka sigur, 33-31.

Markahæstur í liði FH var Jón Bjarni Ólafsson en hann skoraði átta mörk úr tíu skotum en næstur á eftir honum var Garðar Ingi Sindrason með sjö mörk úr ellefu skotum. Markverðir liðsins áttu erfitt uppdráttar en Daníel Freyr Andrésson varði fimm skot eða 18% markvörslu á meðan Jón Þórarinn Þorsteinsson varði eitt skot eða 11% markvarsla.

Hjá Stjörnunni var Hans Jörgen Ólafsson öflugur með níu mörk úr þrettán skotum og Gauti Gunnarsson var með sex mörk úr átta skotum. Adam Thorstensen var flottur í markinu með tólf varin skot eða 33% markvarsla og Sigurður Dan Óskarsson var með tvö varin eða 22% markvarsla.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top