Alexander Hrafnkelsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Selfyssingar tóku á móti Valsmönnum í 15.umferð Olís deildarinnar á Selfossi í kvöld. Það er óhætt að segja að það hafi verið markaveisla sem áhorfendur fengu að sjá í kvöld því hvorki fleiri né færri en 83 mörk voru skoruð í leiknum. Mikill hraði var í upphafi leiksins eins og keyrðu liðin í bakið á hvort öðru trekk i trekk. Valsmenn náðu að slíta Selfyssinga frá sér undir lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik með fjórum mörkum, 19-23. Það sama var upp á teningnum hjá liðunum í síðari hálfleik þar sem tempóið var keyrt í botn. Selfoss náði að jafna leikinn þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum en náði eins og oft áður í vetur fór Björgvin Páll í marki Valsmanna í gang og lokaði markinu. Valsmenn reyndust sterkari á lokamínútum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur 40-43, sannkölluð markaveisla fyrir austan fjall. Hannes Höskuldsson var markahæstur í liði heimamanna eins og svo oft áður í vetur með 10 líkt og Gunnar Kári Bragason sem gerði einnig 10 mörk. Arnór Snær Óskarsson skoraði 11 mörk fyrir Valsmenn í kvöld. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.