Guðmundur Rúnar Guðmundsson - Fjölnir (Eyjólfur Garðarsson)
Fjölnir fengu ÍR í heimsókn í Egilshöllina í kvöld í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins. Fjölnir unnu óvæntan sigur á Stjönunni í 16 liða úrslitum og ÍR unnu eins marks sigur á Þór. ÍR mættu grimmir til leiks í kvöld og ætluðu greinilega að selja sig grimmt gegn Grill 66 liði Fjölnis. Eftir um 6 mínútna leik voru ÍR komnir með 4 marka forskot. Fjölnismenn gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn í 7-7. Gestirnir úr Breiðholti gáfu þá aftur í og leiddu í hálfleik, 16-21 og útlitið gott fyrir Breiðhyltinga. Olís deildar lið ÍR leit aldrei um öxl í síðari hálfleik og hélt forskotinu allt til leiksloka þar sem Baldur Fritz Bjarnason fór fyrir sínum mönnum. Lokatölur í leiknum urðu 34-42 og ÍR-ingar komnir einu skrefi næst Evrópu á næsta ári. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson var markahæstur hjá Fjölnismönnum með 10 mörk en hjá ÍR var það Baldur Fritz Bjarnason sem skoraði 13 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.