Haukur Ingi Hauksson (Sævar Jónasson)
HK og Haukar mættust í annarri viðureign 8-liða úrslita Powerade bikasins í kvöld. Jafnræði var á liðunum fyrsta korter leiksins, eftir það fóru náðu Haukar yfirhendinni í leiknum og komust í forystu. Haukar misstu ekki tökin á leiknum og jók forskotið jafnt og þétt út leikinn. Haukar enduðu á því að vinna leikinn með 7 mörkum, lokatölur 21-28. Freyr Aronsson átti stórkostlegan leik með 10 mörk úr 10 skotum eða 100% skotnýtingu. Sömuleiðis var hann með 4 stoðsendingar. Markahæstur hjá HK var Tómas Sigurðsson með 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson átti sömuleiðis stórkostlegan leik í marki Hauka í kvöld, var með 19 varin skot eða um 47,5% markvörslu. Í marki HK var Brynjar Vignir Sigurjónsson með 6 varða bolta eða 22,2% markvörslu. Með þessum sigri eru Haukar annað liðið til að tryggja sér sæti í úrslitahelgi Powerade bikarsins sem mun eiga sér stað helgina 26.-28. Febrúar. Fyrir eru KA búnir að tryggja sér sæti í úrslitahelginni og munu tvö önnur lið bætast í þann hóp samkvæmt niðurstöðu hinna beggja leikjanna sem eiga eftir að eiga sér stað í kvöld. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.