Stymmi spáir í spilin (
Powerade bikarkeppnin heldur áfram í kvöld þegar 8 liða úrslitin fara fram í karlaflokki. Hér að neðan má sjá hvernig Stymmi Klippari spáir: KA – Fram (Föstudagur 18:00) / Sigurvegari: Fram Frábær leikur til að byrja þessi 8 liða úrslit þegar bikarmeistararnir koma í heimsókn norður. Fram verið á miklu flugi undanfarið í deildinni meðan KA vann nauðsynlegan sigur á HK í vikunni. Samkvæmt mínum heimildum er Viktor Sigurðsson ekki gjaldgengur með Fram í bikarkeppninni en ég held það komi ekki að sök og reynsla Fram frá síðasta tímabili tryggi þeim sigur í þessum leik. HK – Haukar (Föstudagur 18:30) / Sigurvegari: Haukar Haukar eru einu skrefi frá því að komast í Final 4 sem fram fer á heimavelli þeirra. HK standa í vegi fyrir þessari sviðsmynd. Bæði lið töpuðu síðasta leik fyrir þetta einvígi. Haukarnir þurfa nauðsynlega að fá Skarphéðinn inn í liðið til að auka breiddina sóknarlega. Ég held að Haukarnir vinni þennan leik á reynslunni. Fjölnir – ÍR (Föstudagur 19:00) / Sigurvegari: ÍR Fjölnir komu öllum á óvart með því að vinna Stjörnuna í 16 liða úrslitum. Ég held að þeirra vegferði endi því miður í kvöld þegar ÍR koma í heimsókn. Baldur, Bernard og Jökull munu skjóta þá í kaf. Afturelding – FH (Föstudagur 20:00) / Sigurvegari: Afturelding FH verið með tak á Aftureldingu undanfarin ár. Bæði lið verið á mikilli siglingu undanfarið en ég held að heimavöllurinn verði mikilvægur í þessum leik. Verð illa svikinn af það verði ekki vel mætt af stuðningsmönnum beggja liða. Afturelding tekur þetta í framlengdum leik.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.