Óánægður með dómaranefnd HSÍ – Reynslulitlir dómarar á stórleik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Víkingur (Emma Elísa Jónsdóttir)

Toppslagur í Grill66-deild karla fór fram á Seltjarnarnesi í síðustu viku er Grótta og Víkingur mættust í 15.umferð deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Víkingur vann fyrri leik liðanna og var því með betri innbyrgðisstöðu milli liðanna.

Víkingur var með forystuna nánast allan leikinn en Grótta sýndi mikla þrautseigju og komu til baka. Grótta jafnaði metin og komst yfir undir lokin en Víkingur skoraði kolólöglegt jöfnunarmark undir lokin.

Grótta var hársbreidd frá því að vinna leikinn en skot Bessa Teitssonar á lokasekúndum leiksins fór í markið en leiktíminn var liðinn.

Ragnar Hermannsson styrktarþjálfari Víkings og einn af þjálfurum liðsins ritar um handbolta á Facebook-síðu sinni, Boltablogg. Hann var ekki á hliðarlínunni í umræddum leik en hann settist í sófann heima hjá sér á föstudaginn og hann skrifar á Boltablogg. að hann hafi átt von á því að sjá Olís deildar dómara á leikinn en það hafi því miður ekki verið raunin.

,,Svokallaður úrslitaleikur Gróttu og Víkings í Grilli karla fóŕ fram á föstudag út á Nesi. Ekki sá dómarnefnd HSÍ ástæðu til að sýna leiknum þann sóma að senda þungavigtarpar dómara á leikinn. Átti von á vönum Olís deildar dómurum þegar ég stillti á Handboltapassann en því miður var það ekki raunin," ritaði Boltablogg. en dómarar leiksins voru þeir Leó Snær Róbertsson og Eyþór Jónsson sem eru ekki nöfn sem margir kannast við en þeir hafa dæmd í nokkur ár í neðri deildum og aðeins farnir að snerta á leikjum í Olís-deild karla.

Rætt var um þessa ákvörðun dómaranefndar HSÍ í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Einar Ingi Hrafnsson og Ásgeir Jónsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 11
Scroll to Top