Efast um að Afturelding hefði unnið leikinn undir stjórn Gunna Magg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Afturelding (Egill Bjarni Friðjónsson)

Afturelding vann endurkomu sigur á ÍR í lokaumferð Olís-deildar karla fyrir langa pásu og fóru með sigrinum upp í 2.sæti deildarinnar, uppfyrir Hauka sem töpuðu gegn Fram á sama tíma.

Valur er áfram á toppi deildarinnar eftir sigur á Selfossi í markaleik 43-40. Rætt var um frammistöðu Aftureldingar í leiknum gegn ÍR þar sem Ásgeir Jónsson hrósaði Stefáni Árnasyni þjálfara liðsins fyrir það að gefa ungum og efnilegum leikmönnum liðsins tækifæri og treysta þeim fyrir verkefninu.

,,Ég er án djóks og þetta er ekkert diss á síðasta þjálfara liðsins en ég er ekki endilega viss um að Afturelding hefði unnið þennan leik í fyrra. Þetta er allt annar stíll. Stefán hefur þjálfað þessa stráka í nokkur ár og þekkir þá mjög vel og treystir þeim mjög vel. Hann hendir Daníel Bæring í þristinn og þó að Daníel hafi verið að gera klaufamistök inn á milli þá átti hann góðar varnir og Stefán var ekkert að kippa honum útaf,” sagði Ásgeir en Daníel kom inn fyrir Þorvald Tryggvason sem er meiddur.

,,Haraldur Björn kemur inn í bakvörðinn síðustu 10-15 mínúturnar með þvílíka orku og stendur sig vel. Þetta er fyrstu mínúturnar hans eftir krossbandaslit. Fyrir Aftureldingu sem er með einhverja sex leikmenn meidda upp í stúku þá var þetta ekki auðveldur sigur. Mikið hrós á Stefán hvernig hann rúllaði liðinu,” sagði Ásgeir að lokum.

Þrjá örvhenta leikmenn vantaði í lið Aftureldingar í leiknum og kom Andri Freyr Friðriksson inn í lið Aftureldingar vegna meiðsla Stefáns Magna Hjartarsonar og Brynjars Búa Davíðssonar í hægra horninu og stóð sig mjög vel.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top