Norðurlöndin: Konurnar aftur af stað í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnór Viðarsson (Eyjólfur Garðarsson)

Sex Íslendingalið voru í eldlínunni í kvöld í Svíþjóð og Danmörku. Við byrjum yfirferðina í Svíþjóð en þar fór kvennadeildin aftur af stað eftir HM pásuna.

Skara unnu góðan útisigur á Skuru, 31-34 en Lena Margrét Valdimarsdóttir klikkaði á eina skotinu sínu í leiknum en gaf þó tvær stoðsendingar.

Kristianstad vann öruggan sigur á Hallby á heimavelli, 32-23 en Berta Rut Harðardóttir var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.

Í karladeildinni var Íslendingaslagur þegar Sävehof tók á móti Karlskrona, úr varð mikill markaleikur sem endaði á sigri heimamanna, 39-36. Birgir Steinn Jónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk eina brottvísun að auki. Í liði gestanna átti Arnór Viðarsson flottan leik en hann var næstbesti leikmaður liðsins miðað við einkunnagjöf sænsku deildarinnar. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum, gaf fimm stoðsendingar og fékk eina brottvísun líkt og Birgir Steinn.

Í Danmörku voru tveir bikarleikir á dagskrá, í fyrri leiknum unnu Ringsted nauman heimasigur á Bjerringbro-Silkeborg, 31-30. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum og fékk eina brottvísun á meðan Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk úr átta skotum og gaf þrjár stoðsendingar.

Í seinni leik kvöldsins unnu GOG flottan sigur á Skanderborg, 31-28. Kristján Örn Kristjánsson, Donni skoraði fjögur mörk úr átta skotum og gaf tvær stoðsendingar. Þetta voru seinustu leikirnir í átta liða úrslitum bikarsins en það hefur verið dregið í undanúrslitin.

Final 4 í Danmörku verður spilað helgina 14. og 15. febrúar en þar mætast Aalborg og GOG annars vegar og hins vegar Íslendingarnir í Ringsted og Sønderjyske.

Úrslit kvöldsins:

Skuru 31-34 Skara

Kristianstad 32-23 Hallby

Sävehof 39-36 Karlskrona

Ringsted 31-30 Bjerringbro-Silkeborg

GOG 31-28 Skanderborg

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top