Við vorum ekki góðir og frekar flatir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigursteinn Arndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigursteinn Arndal þjálfari FH var að vonum ekki ánægður eftir fimm marka tap gegn Fram í 1.umferð Olís-deildar karla á heimavelli í kvöld, 25-29 en staðan í hálfleik var 16-12 Fram í vil.

Sigursteinn sagði í viðtali við Handkastið að það hafi vantað meiri orku varnarlega og á sama tíma fannst honum liðið vera bitlaust sóknarlega.

,,Fyrstu viðbrögð er að við vorum ekki góðir. Við vorum frekar flatir. Það kemur smá kraftur í okkur undir lokin en þá förum við illa með dauðafæri en heilt yfir voru Framarar miklu öflugri en við og áttu sigurinn skilið," sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH meðal annars í viðtali við Handkastið eftir leik.

Viðtalið við Sigurstein í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top