Bryndís í leik með Stjörnunni ((Sævar Jónsson)
Bryndís Hulda Ómarsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Stjörnunnar. Þetta tilkynnti Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum í dag. Bryndís sem er uppalin í Stjörnunni er 17 ára og er því enn gjaldgeng í 3.flokki félagsins. ,,Hún hefur sýnt mikinn dugnað og framfarir síðustu ár, ásamt því að vera fasta manneskja í unglinga landsliðum Íslands. Þrátt fyrir erfið meiðsli sem héldu Bryndísi frá vellinum heilann vetur kom hún sterk til baka á síðasta ári og styrktist með hverjum mánuðinum sem leið." ,,Bryndís er fyrirmyndar íþróttakona sem ég er viss um að eigi eftir að ná langt. Er með hárrétt viðhorf, mikinn dugnað og innri vilja til að verða alltaf betri. Hennar styrkur er klárlega fjölbreytt skot utan af velli og svo er hún með mjög góða fótavinnu í stöðunni 1/1. Ánægjulegt að hún verði áfram með okkur," segja Patrekur og Hanna Guðrún þjálfarar liðsins í tilkynningunni frá Stjörnunni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.