Sjáðu eftirminnilegustu augnablikin í HBL á síðustu leiktíð
(Raggi Óla)

Myndin tengist fréttinni ekki beint. ((Raggi Óla)

Þýska úrvalsdeildin, HBL sýndi fimm af eftirminnilegustu augnablikum tímabilisins 2024/25 í myndbandi á samfélagsmiðlum deildarinnar.

Í myndbandinu sem hægt er að sjá hér að neðan eru fimm eftirminnilegustu augnablikin að mati sérfræðinga deildarinnar, allt frá tilfinningaþrungnum stundum til stórkostlegs leikþáttar.

Hér er listinn yfir eftirminnilegustu augnablik tímabilsins í Þýskalandi:

1. Simic klárar leikinn með markvörslu og alvöru fagni
Nebojsa Simic, markvörður Melsungen, varði skot og í kjölfarið fagnaði hann vörslunni með alvöru leikþætti sem vakti mikla athygli.

2. Eisenach heiðrar Magdeburg eftir hörmulegt atvik í borginni
Í tengslum við hörmulegt atvik í borginni Magdeburg sýndi Eisenach mikla virðingu fyrir leik sinn gegn Magdeburg og gekk inn á leikvöllinn með borða.

3. Carsten Lichtlein með "Clutch-markvörslu"
Hinn 44 ára, reynslumikli markvörður Melsungen, Carsten Lichtlein tryggði liðinu sigur á Eisenach með markvörslu á loka sekúndu leiksins. Lichtlein er markmannsþjálfari liðsins.

4. Aðdáandi Gidsel frá Brasilíu fær treyju eftir leik
Brasilískur aðdáandi sem hafði verið viðstaddur leik fékk síðan treyju Mathias Gidsel.

5. Síðasta mark Michaels Damgaard fyrir Magdeburg
Danska vinstri skyttan skoraði sitt síðasta mark í treyju SC Magdeburg áður en hann skipti yfir í HØJ Elite í heimalandinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top