Fóru óhefðbundnar leiðir í leit að aðalstyrktaraðila
(Raggi Óla)

Myndin tengist fréttinn ekki. (Raggi Óla)

Þrátt fyrir að hafa endað með einungis sex stig í 2. Bundesligu á síðustu leiktíð er félagið full bjartsýnis að liðið vinni sér inn þátttöku í deildinni á ný á næsta tímabili og stjórnarmenn félagsins stefna hærra.

Við erum að tala um þýska félagið Konstanz, sem var 24 stigum á frá öruggu sæti í 2. Bundesligu. Liðið endaði með sex stig en Hamm-Westfalen sem féll einnig endaði með 29 stig. Essen sem bjargaði sér frá falli á lokametrunum endaði með 30 stig.

Liðið stefnir að því að vinna sér sæti í deildinni á nýjan leik eins fljótt og auðið er, með nýjum aðalstyrktaraðila.

Business2Service AG frá Bremgarten nálægt Bern í Sviss verður nýr aðalstyrktaraðili félagsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2017 og sérhæfir sig í sjálfvirkni í upplýsingatæknigeiranum. Segja má að þeir hafi dottið í lukkupottinn þegar þeir urðu aðalstyrktaraðili Konstanz þó svo að það hafi ekki beinleinís verið þeirra aðal markmið.

Félagið fór nefnilega afar óhefðbundnar leiðir í því að leita af fjárstyrk og aðalstyrktaraðilum félagsins. Félagið dró út auglýsingapláss í svokölluðu happadrætti þar sem eitt fyrirtæki fékk merki fyrirtækisins framan á keppnistreyjur liðsins auk þess að fá 40 metra auglýsingu á LED auglýsingaskiltum á heimavelli þeirra en 40 metrar er eins og heill handboltavöllur á lengd.

Konstanz setti upp happadrætti þar sem fyrirtæki gátu skráð sig. Miði er möguleiki og allt það en til að taka þátt þurftu fyrirtækin að borga ekki nema 1000 evrur sem samsvarar rúmlega 140.000 krónum miðað við gengið í dag.

Konstanz gaf ekki upp hversu margir miðar seldust í þessari fjáröflun.

Framkvæmdastjóri HSG Konstanz, André Melchert hafði þetta að segja þegar tilkynnt var um hvaða fyrirtæki vann í happadrættinu og verður þar með aðalstyrktaraðili félagsins á næsta tímabili „Við óskum ykkur til hamingju með vinninginn. Við erum stolt af því að hafa slíka samstarfsaðila með okkur sem leggja sig fram um að styðja íþróttafélög.“

André Frensel, framkvæmdastjóri Business2Service AG nýja „aðalstyrktaraðilans“ hafði þetta að segja: „Við vildum styðja HSG og starf þess með því að kaupa miðann. Við bjuggumst alls ekki við að vinna. Fyrir okkur sem efnaða frumkvöðla snerist þetta um að gefa samfélaginu eitthvað til baka. Við sjáum hag okkar í því að bera samfélagslega ábyrgð með því að styrkja íþróttafélag eins og Konstanz.“

Nú er spurning hvort einhver félög á Ísland - og já eða HSÍ taki upp sama kerfi og reyni þannig að efla fjárhag félagsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top