Jim Gottfridsson Elvar Örn Jónsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Handkastið fékk til sín færustu handboltasérfræðinga Evrópu til að taka saman tuttugu stærstu félagaskipti sumarsins í evrópska boltanum. Jim Gottfridsson til Pick Szeged frá Flensburg Pérez de Vargas til THW Kiel frá Barcelona Torbjörn Bergerud til Wisla Plock frá Kolstad Ahmed Hesham El-Sayed til Veszprem frá Montpellier Ludovic Fabregas til Barcelona frá Veszprem Sjá einnig:
Hér að neðan má sjá ein af fimm stærstu félagaskiptum sumarsins en síðar birtist næstu fimm af stærstu félagaskiptunum. Listinn er ekki birtur í neinni ákveðinni röð.
Sænski landsliðsmaðurinn sem verður 33 ára síðar á árinu yfirgefur Flensburg eftir 12 ára veru þar og gengur til liðs við ungversku bikarmeistarana í Pick Szeged.
Spænski landsliðsmarkvörðurinn sem varð fyrir því óláni að slíta krossband á tímabilinu reynir fyrir sér í bestu deild heims eftir að hafa verið samningsbundinn Barcelona allan sinn feril. Vargas lék á láni með Granollers á sínum tíma auk Touluse tímabilið 2013-2014. Vargas er 34ja ára.
Hinn þrítugi norski markvörður hefur komið víða við á ferlinum. Eftir þrjú ár í Noregi með Kolstad er komið að næsta kafla á hans ferli. Hann á að fylla skarð Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá Wisla Plock.
Er að mörgum talinn einn mest spennandi leikmaður Evrópu. Hefur spilað með Nimes og Montpellier í Frakklandi síðustu fimm ár en fær nú stóra stökkvið til Veszprém. Ahmed Hesham er 25 ára egyptskur landsliðsmaður.
Franski línumaðurinn og varnarjaxlinn er kominn aftur til Barcelona eftir tveggja ára veru í Ungverjalandi. Fabregas er 28 ára, á besta aldri og á nóg eftir af ferlinum.
Stærstu félagaskipti sumarsins (1/4)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.