Moustafa býður sig áfram fram sem forseta IHF
(Claus Fisker / Ritzau Scanpix / AFP)

Hassan Moustafa (Claus Fisker / Ritzau Scanpix / AFP)

Þrátt fyrir að fagna 81 árs afmæli sínu síðar í þessum mánuði ætlar Hassan Moustafa forseti IHF, síðustu 25 ára að bjóða sig fram á nýjan leik til forseta IHF. Þetta kemur fram á vefsíðu IHF, alþjóða handknattleikssambandsins.

,,Undir forystu forseta IHF, Dr. Hassan Moustafa, hefur vöxtur handboltans náð fordæmalausum hæðum og breytt íþróttinni á heimsvísu. Hún hefur nú þegar stækkað umfang sitt mikið og nær til 211 aðildarsambanda. Þá hefur Moustafa kynnt nýjar reglubreytingar fyrir hraðari og aðlaðandi leik og lyft heimsmeistaramóti IHF í metfjölda þátttöku og áhorfenda, allt á meðan hæfileikar og tækifæri fyrir þjóðir um allar heimsálfur eru efld," segir í tilkynningunni á vef IHF.

,,Handboltaferðalagið síðustu áratugi hefur verið hreint út sagt stórkostlegt. Ef ég lít til baka og sé hversu langt við höfum komist. Þá finn ég fyrir miklum stolti og þakklæti. Saman munum við halda áfram að byggja á afrekum okkar, takast á við nýjar áskoranir og tryggja að handbolti verði áfram íþrótt sem sameinar og hvetur fólk alls staðar. Framtíð handboltans er björt og ég er stoltur af því að vera hluti af þessari ótrúlegu ferð,“ segir Dr. Hassan Moustafa.

Eins og fyrr segir hefur Moustafa hefur verið forseti IHF í 25 ár. Á þeim tíma hefur hann einungis tvívegis fengið mótframboð, 2004 og 2009.

Það verður að teljast ansi líklegt, að fyrst Moustafa býður sig áfram fram sem forseta IHF að hann verði forseti IHF næstu árin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top