Fimm stærstu félagaskiptin í Danmörku
(Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Oli Mittun (Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Danski handboltavefurinn, Hbold hefur tekið saman fimm stærstu félagaskipti sumarsins í dönsku úrvalsdeildinni. Það eru engin smá skipti og mörg hver ansi athyglisverð.

,,Leikmannahóparnir fyrir komandi tímabil í karla deildinni eru nánast klárir hjá flestum félögum og það lítur nú þegar út fyrir sterku og spennandi tímabili," segir í frétt Hbold.

,,Þegar við skoðum fimm sterkustu leikmennina höfum við valið að draga eingöngu fram leikmenn sem hafa verið fengnir til Danmerkur erlendis frá. Þetta eru leikmenn með reynslu úr sterkum deildum, markakóngs titla og reynslu úr stórmótum."

Hér eru fimm stærstu félagaskipti sumarsins:
Juri Knorr (Frá Rhein-Neckar Löwen til Álaborgar)
Sannarlega heimsklassa viðbót við Álaborg. Knorr hefur verið á meðal þeirra sem hafa verið í Bundesligunni í nokkur tímabil og hefur einnig sýnt gæði sín í þýska landsliðinu. Nærvera hans mun styrkja Álaborg enn frekar og lyfta liðinu enn hærra bæði í deildinni og Meistaradeildinni.

Patrick Helland (Frá Elverum til Álaborgar)
Einn af mest hæfileikaríkustu hægri skyttum í Evrópu. Á síðasta tímabili varð Helland þriðji markahæsti leikmaður norsku deildarinnar með 148 mörk og hann á enn mörg ár framundan til að þróast. Álaborg hefur ekki aðeins tryggt sér gæði á næsta tímabili heldur einnig fyrir komandi ár.

Óli Mittún (Frá IK Sävehof til GOG)
Færeyingurinn Mittún vakti enn og aftur athygli á HM U21, þar sem hann var bæði markahæstur og valinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Möguleikar hans á að ná árangri í karladeildinni eru gríðarlegir og hann getur fljótt orðið að martröð fyrir andstæðingana.

Jerry Tollbring (Frá Füchse Berlin til Ribe-Esbjerg HH)
Fyrsta flokks hornamaður sem nú klæðist Ribe-Esbjerg treyjunni. Tollbring kemur með mikla reynslu og gæði. Meiðslatíðnin hefur haldið honum frá keppni, en í toppformi er hann einn áhugaverðasti leikmaður deildarinnar.

Hampus Wanne (frá Barcelona til HØJ)
Það vakti mikla athygli þegar HØJ tókst að semja við Svíann, Hampus Wanne, sem er einn af fremstu hornamönnum Evrópu. Hann hefur unnið Meistaradeildina, er enn á hátindi ferils síns og verður án efa stjarna í dönsku deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top