Slóvenía (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)
Forseti slóvenska handknattleikssambandsins, Bor Rozman hefur tilkynnt sameiginlegt framboð Slóveníu, Serbíu og Norður Makedóníu til að halda EM í handbolta árið 2034. Rozman tilkynnti framboðið á ráðstefnu slóvenska handknattleikssambandsins á dögunum en samkvæmt honum stefna Slóvenar á að halda tvo riðla í forkeppninni, einn milliriðil og einn undanúrslitaleik á meðan úrslitaleikurinn mun fara fram í höfuðborg Serbíu, Belgrad vegna stærðar Belgrade Arena. Serbar hafa áður haldið EM karla en það gerðu þeir árið 2012, átta árum eftir að Slóvenar héldu mótið árið 2004. Norður Makedónía hafa hinsvegar aldrei haldið fullorðins mót.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.