Veszprem að brjóta bankann fyrir Martinovic?
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ivan Martinovic (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Eins og Handkastið greindi frá um daginn eru ungversku meistararnir í Veszprem að krækja í Ivan Martinovic frá Rhein-Necker Löwen.

Þær fréttir eru nú að berast að svo virðist sem Veszprem séu tilbúnir að slá félagskiptametið hjá sér til að fá Martinovic til liðs við sig strax í sumar. Upphæðin sem um ræðir eru 1 milljón evra og myndu þessi félagskipti fara í flokk með einum af þeim dýrustu í sögunni.

Talið er að þessi viðskipti gætu hrint af stað bylgju af frekari félagskiptum í sumar enda ekki oft sem svona peningar eru greiddir fyrir leikmenn í handbolta.

Ef af þessu verður þá undirstrikar þetta enn frekar þá stöðu sem Veszprem hefur innan alþjóðlegs handbolta hvað varðar peningamagn og aðdráttarafl.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top