Leikmenn og þjálfarar hvattir til að forðast félag
(Eyjólfur Garðarsson)

Myndin tengist fréttinni ekki beint. (Eyjólfur Garðarsson)

Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af því sem er að gerast hjá rúmenska handboltaliðinu Valcea, þetta segir í umfjöllun danska vefmiðilsins, Europamaster.dk. Nokkrir leikmenn og þjálfarar, þar á meðal Daninn Rasmus Poulsen, hafa afhjúpað óásættanlegar aðstæður sem viðgangast hjá félaginu.

Leikmenn eru hvattir til hugsa sig vel um áður en samningar við þetta tiltekna félag eru skoðaðir og leikmenn hvattir eindregið til að forðast það að fara í viðræður við félagið.

„Ef þú ert handboltamaður eða þjálfari og ert að íhuga Valcea, lestu þetta fyrst," svona hefst færsla á Facebook síðunni, Handbal Feminin.

Í færslunni eru handboltamenn og þjálfarar varaðir eindregið við því að skrifa undir samning við félagið, sem á að sögn við slæma aðstæður og stjórnunarvandamál að stríða. Hver sem er sem íhugar að spila fyrir Valcea er hvattur til að hafa fyrst samband við fólk eins og danska þjálfarann Rasmus Poulsen, Natlia Nosek, Kristina Liscevic, Alvarez Gonzalez, Jelena Trifunofic eða Diana Ciucă, sem samkvæmt færslunni hafa slæma reynslu af félaginu en allar léku þær með liðinu á tímabilunum 2018-2021.

Það er Europamaster.dk sem fjallar um málið. Þeir höfðu samband við danska þjálfarann Rasmus Poulsen, sem segir að allir þeir leikmenn sem voru nefndir hér að ofan hafa allar reynslu af því að vera sviknir af stjórnendum Valcea, sem hafa komið með samninga sem hafa verið undirritaðir en hafa síðan aldrei verið undirritaðir af félaginu sjálfu.

Rasmus Poulsen kom til fyrst til rúmenska felagsins, Valcea sem aðstoðarþjálfari en tók síðan við sem aðalþjálfaril liðsins. Poulsen hefur nú yfirgefið félagið eftir óreiðukenndan tíma hjá félaginu.

Europamaster tekur fram í lok fréttarinnar að þeir danskir leikmenn þær Alberte Kielstrup, Maria Lykkegaard og Amalie Wulff séu allar að ganga til liðs við félagið.

Valcea endaði í 8.sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en liðið hefur verið um miðja deild síðustu ár.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top