Þjálfari Fuchse Berlín féll á þjálfaraprófi
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Myndin tengist fréttinni ekki beint (Kristinn Steinn Traustason)

Jaron Siewert, þjálfari Þýskalandsmeistara Füchse Berlin, féll á sínu fyrsta þjálfaraprófi en hefur síðan leitt félagið til síns fyrsta meistaratitils sem yngsti þjálfari meistaraliðs í Þýskalandi, einungis 31 árs. Siewert er ári yngri en Jóhann Ingi Gunnarsson þegar hann stýrði Tusem Essen til sigurs í þýsku 1. deildinni vorið 1987. 

Jaron Siewert átti erfiða byrjun á þjálfaraferli sínum. Sem ungur þjálfari féll hann á sínu fyrsta A-þjálfaraprófi. Það kom þó ekki að sök því árangurinn hefur ekki staðið á sér.

„Ég þurfti að taka munnlegt endurpróf. Þetta byrjaði allt með spurningunni um markmið mín sem þjálfari. Ég svaraði: Að vinna Meistaradeildina eða þýska meistaratitilinn með leikmönnum eins og Paul Drux og Fabian Wiede. Nú hef ég þegar náð því,“ sagði Siewert í samtali við þýska fjölmiðilinn Stern.

Jaron Siewart leiddi Füchse Berlin til síns fyrsta þýska meistaratitils og hefur þar með skrifað söguna sem yngsti meistaraþjálfari Bundesligunnar frá upphafi.

Jaron Siewart varð fyrir miklu áfalli fyrir þremur árum fékk hann heilablóðfall, 28 ára gamall. Blóðtappi í heila breytti lífssýn hans til muna en hann slapp vel og varð ekki fyrir varanlegum afleiðingum. „Ég er orðinn rólegri og jákvæðari. Maður veit aldrei hversu hratt hlutirnir geta breyst,“ sagði hann í samtali við Stern en það sést vel á fari Siewart á hliðarlínunni í leikjum Fuchse Berlin.

Auk þess að vinna þýsku Bundesliguna fór Fuchse Berlin alla leið í úrslitaleikinn í Final4 í Meistaradeildinni en þar þurfti liðið að sætta sig við ósigur gegn Magdeburg.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top