Simon Ernst (JAN WOITAS / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýski handknattleiksmaðurinn Simon Ernst leikmaður SC DHfK Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni stendur frammi fyrir annarri krefjandi endurkomu á ferlinu þegar hann sleit krossband í fjórða skipti undir lok síðasta tímabils. Simon Ernst þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugamönnum hann hefur átt glæsilegan feril bæði félagsliða og með landsliðinu og varð meðal annars Evrópumeistari með Þjóðverjum undir stjórn Dags Sigurðssonar árið 2016. Simon er 29 ára gamall og æfði á yngri árum með félögunum Birkesdorfer TV og TSV Bayer Dormagen. Hann spilaði með meistaraflokks liði TSV Bayer Dormagen í 3.deild þýska handboltans þangað til ársins 2014 þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning við Gummersbach. Hann spilaði fyrir Gummersbach til ársins 2018 þegar hann samdi við þýska stórliðið Füchse Berlin. Hann spilaði fyrir Füchse frá árunum 2018-2021 og á þeim tíma sleit hann krossband þrisvar sinnum. Árið 2021 færði hann sig um set og fór til SC DHfK Leipzig og sleit krossband undir lok síðasta tímabils. Ernst viðurkennir í samtali við SportBild að honum líður furðulega vel og er byrjaður á endurhæfingu. Hann segir að endurhæfingin gangi vel líkamlega og tilfinningalega séð sé að ganga mjög vel hjá sér. Hann viðurkennir að auðvitað varð hann fyrir miklu áfalli með meiðslin. Hann hefur langa sögu með þessi meiðsli og hafði strax áhyggjur af því að eitthvað slæmt gæti hafa gerst sem varð niðurstaðan. Hann segist eiga enn langt í land með að snúa aftur en viti 100% hvað er framundan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.