Elvar Örn Jónsson (Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið fékk til sín færustu handboltasérfræðinga Evrópu til að taka saman tuttugu stærstu félagaskipti sumarsins í evrópska boltanum. Yanis Lenne til Veszprém frá Montpellier Thiagus Petrus til Veszprem frá Barcelona Hampus Wanne til HÖJ Elite frá Barcelona Elvar Örn Jónsson til Magdeburg frá Melsungen Sebastian Barthold til Magdeburg frá Álaborg Sjá einnig:
Hér að neðan má sjá ein af fimm stærstu félagaskiptum sumarsins en áður höfðum við birt tíu önnur stór félagaskipti og síðar í vikunni birtum við síðustu fimm stærstu félagaskipti sumarsins. Listinn er ekki birtur í neinni ákveðinni röð.
Örvhenti hornamaður franska landsliðsins yfirgefur nú heimaland sitt og fer til stóðrliðs Veszprem í Ungverjalandi. Lenne er að koma til baka eftir erfið meiðsli þar sem hann missti af stórpart síðasta tímabils með Montpellier.
Hann ætlaði sér ekkert að yfirgefa Barcelona en eftir tilkomu Ludovic Fabregas til félagsins frá Veszprem varð hann að íhuga sína stöðu hjá Barcelona. Á endanum var um hrein skipti að ræða. Brasilíumaðurinn þekkir vel til í Ungverjalandi eftir að hafa leikið með Pick Szeged tímabilin 2015-2018.
Það voru heldur betur óvæntar fréttir þegar tilkynnt var að sænski landsliðsmaðurinn Hampus Wanne hafi gengið í raðir nýliða HÖJ í dönsku úrvalsdeildinni frá Barcelona. Eftir þrjú tímabil hjá Barca og þar áður níu ár í Flensburg þá ætlar þessi ótrúlegi vinstri hornamaður að láta til sín taka í Danmörku.
Íslenski landsliðsmaðurinn fer frá toppliði Melsungen í annað topplið í bestu deild í heimi. Hefur verið algjör lykilmaður með Melsungen bæði vörn og sókn síðustu tímabil en eftir fjögur tímabil með Melsungen er kominn tími á að reyna fyrir sér í Meistaradeild Evrópu með ríkjandi Evrópumeisturum Magdeburg.
Hinn 33 ára, norski hægri hornamaður sem leikið hefur rúmlega 100 landsleiki fyrir Noreg er mættur í deild þeirra bestu eftir að hafa spilað einungis í Noregi og Danmörku á sínum ferli. Þar á Barthold að fylla skarð þýska landsliðsmannsins, Matthias Musche sem glímir við langvarandi meiðsli.
Stærstu félagaskipti sumarsins (2/4)
Stærstu félagaskipti sumarsins (1/4)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.