Dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildar karla í fyrramálið í höfuðstöðvum EHF í Vín. Tvö íslensk lið verða í pottinum er dregið verður. Hefst drátturinn klukkan 9 í fyrramálið.
Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í pottinum og eru í styrkleikaflokki tvö. Þá verður lið Stjörnunnar einnig í pottinumen þeir eru í styrkleikaflokki fjögur en Stjarnan leikur í forkeppni Evrópudeildarinnar áður en riðlakeppnin hefst.
Stjarnan mætir þar rúmenska liðinu Baia Mare og leikur liðið heima og heiman við þá helgarnar 30. - 31.ágúst og 6. - 7.september en fyrri leikur Stjörnunnar verður leikinn ytra.
Í Evrópudeildinni eru átta, fjögurra liða riðlar þar sem tvö efstu liðin fara í áfram.
Hér að neðan má sjá liðin sem verða í drættinum á morgun:
Í potti 1
- Fredericia Håndboldklub (DEN) (Arnór Viðarsson leikur með liðinu)
- Fraikin BM Granollers (ESP)
- Montpellier Handball (FRA)
- MT Melsungen (GER) (Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson leika með liðinu)
- SG Flensburg-Handewitt (GER)
- FC Porto (POR) (Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með liðinu)
- Kadetten Schaffhausen (SUI) (Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með liðinu)
- IFK Kristianstad (SWE) (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með liðinu)
Í potti 2
- RK Nexe (CRO)
- FTC-Green Collect (HUN)
- Knattspyrnufélagið Fram (ISL)
- HC Vardar 1961 (MKD)
- REBUD KPR Ostrovia Ostrów Wielkopolski (POL)
- AHC Potaissa Turda (ROU)
- RD LL Grosist Slovan (SLO)
- Tatran Prešov (SVK)
Í potti 3
- ABANCA Ademar León (ESP)
- Fenix Toulouse (FRA)
- THW Kiel (GER)
- Sport Lisboa e Benfica (POR)
- Sigurvegarar í einvígi RECKEN - TSV Hannover-Burgdorf (GER) vs HC Alkaloid (MKD)
- Sigurvegarar í einvígi SAH - Skanderborg (DEN) vs Marítimo da Madeira Andebol SAD (POR)
- Sigurvegarar í einvígi Elverum Håndball (NOR) vs Bathco BM Torrelavega (ESP)
- Sigurvegarar í einvígi Mors-Thy Handball (DEN) vs Saint-Raphael Var Handball (FRA)
Í potti 4
- Sigurvegarar í einvígi BSV Bern (SUI) vs MRK Čakovec (CRO)
- Sigurvegarar í einvígi IK Sävehof (SWE) vs HK Malmö (SWE)
- Sigurvegarar í einvígiMRK Dugo Selo (CRO) vs MRK Sesvete (CRO)
- Sigurvegarar í einvígi CS Minaur Baia Mare (ROU) vs Stjarnan (ISL)
- Sigurvegarar í einvígi KGHM Chrobry Glogów (POL) vs HF Karlskrona (SWE)
- Sigurvegarar í einvígi RK Gorenje Velenje (SLO) vs HC Kriens-Luzern (SUI)
- Sigurvegarar í einvígi Irudek Bidasoa Irun (ESP) vs ABC De Braga (POR)
- Sigurvegarar í einvígi RK Partizan (SRB) vs HCB Karviná (CZE)