Dregið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun
(Kristinn Steinn Traustason)

Fram verður í pottinum í fyrramálið. (Kristinn Steinn Traustason)

Dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildar karla í fyrramálið í höfuðstöðvum EHF í Vín. Tvö íslensk lið verða í pottinum er dregið verður. Hefst drátturinn klukkan 9 í fyrramálið.

Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í pottinum og eru í styrkleikaflokki tvö. Þá verður lið Stjörnunnar einnig í pottinumen þeir eru í styrkleikaflokki fjögur en Stjarnan leikur í forkeppni Evrópudeildarinnar áður en riðlakeppnin hefst.

Stjarnan mætir þar rúmenska liðinu Baia Mare og leikur liðið heima og heiman við þá helgarnar 30. - 31.ágúst og 6. - 7.september en fyrri leikur Stjörnunnar verður leikinn ytra.

Í Evrópudeildinni eru átta, fjögurra liða riðlar þar sem tvö efstu liðin fara í áfram.

Hér að neðan má sjá liðin sem verða í drættinum á morgun:

Í potti 1

  • Fredericia Håndboldklub (DEN) (Arnór Viðarsson leikur með liðinu)
  • Fraikin BM Granollers (ESP)
  • Montpellier Handball (FRA)
  • MT Melsungen (GER) (Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson leika með liðinu)
  • SG Flensburg-Handewitt (GER)
  • FC Porto (POR) (Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með liðinu)
  • Kadetten Schaffhausen (SUI) (Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með liðinu)
  • IFK Kristianstad (SWE) (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með liðinu)

Í potti 2

  • RK Nexe (CRO)
  • FTC-Green Collect (HUN)
  • Knattspyrnufélagið Fram (ISL)
  • HC Vardar 1961 (MKD)
  • REBUD KPR Ostrovia Ostrów Wielkopolski (POL)
  • AHC Potaissa Turda (ROU)
  • RD LL Grosist Slovan (SLO)
  • Tatran Prešov (SVK)

Í potti 3

  • ABANCA Ademar León (ESP)
  • Fenix Toulouse (FRA) 
  • THW Kiel (GER)
  • Sport Lisboa e Benfica (POR)
  • Sigurvegarar í einvígi RECKEN - TSV Hannover-Burgdorf (GER) vs HC Alkaloid (MKD)
  • Sigurvegarar í einvígi SAH - Skanderborg (DEN) vs Marítimo da Madeira Andebol SAD (POR)
  • Sigurvegarar í einvígi Elverum Håndball (NOR) vs Bathco BM Torrelavega (ESP)
  • Sigurvegarar í einvígi Mors-Thy Handball (DEN) vs Saint-Raphael Var Handball (FRA)

Í potti 4

  • Sigurvegarar í einvígi BSV Bern (SUI) vs MRK Čakovec (CRO)
  • Sigurvegarar í einvígi IK Sävehof (SWE) vs HK Malmö (SWE)
  • Sigurvegarar í einvígiMRK Dugo Selo (CRO) vs MRK Sesvete (CRO)
  • Sigurvegarar í einvígi CS Minaur Baia Mare (ROU) vs Stjarnan (ISL)
  • Sigurvegarar í einvígi KGHM Chrobry Glogów (POL) vs HF Karlskrona (SWE)
  • Sigurvegarar í einvígi RK Gorenje Velenje (SLO) vs HC Kriens-Luzern (SUI)
  • Sigurvegarar í einvígi Irudek Bidasoa Irun (ESP) vs ABC De Braga (POR)
  • Sigurvegarar í einvígi RK Partizan (SRB) vs HCB Karviná (CZE)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top