Tveir danskir landsliðsmenn til Veszprem næsta sumar
(Ronny HARTMANN / AFP)

Emil Nielsen (Ronny HARTMANN / AFP)

Það var nóg um að vera á skrifstofu stórliðs ONE Veszprem í morgun þegar þeir tilkynntu komu Mikael Appelgren og Ivan Martinovic til félagsins strax í sumar frá Rhein-Neckar Lowen. En það var ekki nóg, því félagið tilkynnti komu tveggja danskra landsliðsmanna til félagsins sumarið 2026.

Félagið hefur nefnilega tryggt sér þá Lukas Jørgensen leikmann SG Flensburg-Handewitt og Emil Nielsen leikmann Barcelona. Hafa þessi félagaskipti legið fyrir í einhverntíma en nú hefur félagið staðfest komu þeirra frá og með næsta sumri.

Línumaðurinn, Lukas Jørgensen yfirgefur því Flensburg eftir þrjú tímabil og mun halda áfram ferli sínum hjá Veszprém. Ungverska stórliðið hefur gert þriggja ára samning sem gildir frá sumrinu 2026 til 2029. Með brotthvarfi Fabregas í sumar til Barcelona þurfti Veszprém nýjan línumann og samkvæmt framkvæmdastjóra félagsins, Bartha Csaba, hefur þeim tekist það: „Í mínum augum er Lukas Jørgensen besti sóknarlínumaður í heimi. Og hann er meðal þeirra bestu í vörn líka. Við erum afar ánægð með að hafa hann hjá okkur til langs tíma litið.“

Hinn 26 ára gamli Lukas Jørgensen varð danskur meistari með GOG tímabilin 2022 og 2023 áður en hann gekk í raðir Flensburg. Tímabilið 2023 var hann einnig valinn besti leikmaður dönsku deildarinnar og hann hlaut einnig titilinn MVP í dönsku bikarhelginni, Final4 þegar GOG vann bikarinn árið 2022.

Með Flensburg vann hann EHF Evrópudeildina bæði 2024 og 2025, fyrst með sigri á Füchse Berlin og síðan á Montpellier.

Hann vann HM-gull árin 2023 og 2025 með danska landsliðinu og Ólympíugull í París 2024. Bæði á HM og Ólympíuleikunum var hann valinn í úrvalslið mótsins.

,,Það er draumur að spila fyrir svona sterkt félag fyrir framan svona frábæra aðdáendur. Ég vona að saman getum við náð stærstu markmiðum okkar og unnið titlana sem við öll dreymum um,“ segir Jørgensen um flutningana til Veszprém.

Landi hans Emil Nielsen hefur einnig verið kynntur sem leikmaður Veszprem frá og með 2026 og gerir hann þriggja ára samning við félagið líkt og Lukas.

Hinn 26 ára gamli Nielsen er í dag talinn einn besti markvörður heims. Emil Nielsen sló í gegn mjög ungur í Danmörku, strax á sínu fyrsta tímabili fyrir Aarhus sýndi hann hæfileika sína með glæsilegri hlutfallsmarkvörslu með 38% markvörslu var það hæsta meðal markvarða í dönsku deildinni það tímabil.

Hins vegar var ferill hans ógnað af alvarlegum veikindum, en Skjern Håndbold gaf honum tækifæri til að byrja aftur. Með Skjern tryggði Nielsen sér sinn fyrsta danska meistaratitl árið 2018 og hann festi sig í sessi sem einn eftirsóttasti ungi markvörður Evrópu.

Árið 2019 fór hann til Frakklands og árið 2022 færði hann sig yfir í spænsku deildina þar sem hann náði vann bæði deildina, bikarinn og Meistaradeildina á sama tímabili með Barcelona. Merkilegur sigur sem festi hann í sessi sem einn af bestu leikmönnum heims.

Emil Nielsen hefur einnig náð miklum árangri í landsliðinu sem einn af lykilmönnum hins nánast ósigrandi danska liðs.

Nielsen hlakka til að verða hluti af Veszprém og lýsir miklum áhuga á að spila fyrir félag með mikinn metnað og ástríðufulla aðdáendur.

„Ég er ótrúlega stoltur og spenntur að vera hluti af Veszprém frá og með næsta tímabili. Félagið leggur mikla áherslu á velgengni og ég vona að geta lagt mitt af mörkum til að ná stærstu markmiðum Veszprem, sérstaklega að vinna Meistaradeidlina. Aðdáendur Veszprém hafa frábært orðspor og ég hlakka til að spila fyrir framan þá,“ segir Emil Nielsen.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top