Mathias Gidsel (Ronny HARTMANN / AFP)
Einn besti ef ekki besti leikmaður heims um þessar mundir, Daninn Mathias Gidsel var í ítarlegu viðtali við spænska miðilinn, Mundo Deportivo í kjölfar úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni sem fram fór í Köln um miðjan júní mánuð. Þar átti Mathias Gidsel að fara fyrir sínu liði, Þýskalandsmeisturum Fuchse Berlín en það fór ekki betur en svo að hann fékk að líta rauða spjaldið eftir tæplega 10 mínútna leik í undanúrslitaleiknum gegn Nantes frá íslenska dómarateyminu, Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Það kom þó ekki að sök, Fuchse Berlín fór í úrslitaleikinn en tapaði þeim gegn leik Magdeburg. Í viðtalinu við Mundo Deportivo er Gidsel spurður út í hinn, unga og efnilega þjálfara Berlínar, Jaron Siewert sem er ekki nema 31 árs og er yngsti þjálfarinn í sögunni til að gera lið að Þýskalandsmeisturum. ,,Jaron hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Hann hefur sannað sig sem framúrskarandi þjálfara og hann hefur byggt upp þetta lið vegna þess að hann hlustar mikið á leikmennina, sem er merki um nútímalegan þjálfara í samanburði við aðra þýska þjálfara sem hafa mjög skýrar reglur. Að vera svona ungur er mikill styrkur fyrir hann. Hann er mjög rólegur, kurteis og mjög góður í að undirbúa lið eins og okkar. Besti hlutinn við hann er að hann er frábær hlustandi," segir Gidsel um Siewert og nefnir þar dæmi um að Gidsel sé að klára langt og strangt tímabil eftir Ólympíu sumar á síðasta ári. ,,Jaron hefur sýnt því mikinn skilning og hjálpað mér með því að gefa mér smá hvíld öðru hvoru. Við eigum mjög gott samband og erum að ná betur og betur saman með hverju tímabilinu sem líður," sagði Gidsel. Blaðamaður Mundo gat ekki setið á sér án þess að spyrja Gidsel út í framtíðina og löngun Gidsel til að spila með Barcelona einn daginn. Gidsel er nýverið búinn að framlengja samning sinn við Berlínarliðið til ársins 2029. Spánski blaðamaðurinn telur upp tvo af bestu leikmönnum sögunnar sem hafa spilað með Barcelona, landa Gidsel Mikkel Hansen og Frakkinn Nikola Karabatic. ,,Fyrir mér hefur Barca alltaf verið besta félag í heimi. Þegar þú sérð leikmenn þeirra með þetta merki og þessa treyju, þá horfir þú, sem andstæðingur, á þetta merki. Það er svo mikil saga og mikilfengleiki í þessu merki. Fyrir mér er Spánn ótrúlegt land og Barcelona er ótrúlegt félag. Ég vona að ég geti einn daginn í framtíðinni spilað fyrir Barca, en núna, fyrir mig, er það ótrúlegt að vera í Bundesligunni, að spila á öllum þessum völlum fullum af áhorfendum. Þú verður að berjast og vera í þínu besta á hverjum degi, og ég held að það sé það sem einkennir mig: Að reyna að spila mjög vel í hverjum leik. En þegar þú sérð Barca leikmenn með þetta merki, þá dreymir þig alltaf um að spila þar," sagði Daninn, ólsegi Mathias Gidsel. Siewert er frábær hlustandi
Barca er ótrúlegt félag
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.